Leika
ÞÚ KLIKKAR Á 100% SKOTANNA SEM ÞÚ TEKUR EKKI
Spilaðu skemmtilega Pílu og Shufl leiki, hvort sem þú ert byrjandi eða snillingur. Þetta snýst bara um að hafa gaman!
Leikirnir
Píla
201
Reglurnar eru laufléttar - allir leikmenn byrja með 201 stig og sá fyrsti til að ná sínum stigum niður í núll (og þá meinum við akkúrat núll) ber sigur af hólmi!
High Striker
Ef þú færð lægra skor en leikmaðurinn á undan þér missirðu líf (tvíhöfða). Þegar þú hefur misst alla tvíhöfðana þína ertu úr leik, og síðasti leikmaðurinn sem stendur eftir vinnur!
Killer
Allir leikmenn fá sína tölu á spjaldinu. Eftir að þú hittir þína tölu þrisvar og verður ‘Killer’ geturðu byrjað að taka andstæðingana þína út. Sá leikmaður sem heldur sér lengst inni er krýndur sigurvegari!
501
Klassíski 501 leikurinn snýst um það hvaða leikmaður er fyrstur til að ná sínum stigum úr 501 niður í núll - en trixið er það að til að vinna þarf síðasta pílan sem þú kastar að hitta á tvöfalda hringinn á spjaldinu.
Høggern
Hér skiptir nákvæmnin máli! Nældu þér í eins mörg stig og þú getur í gegnum 9 umferðir og þú gætir orðið sigurvegarinn. En ef þú missir af tölunni sem þú átt að hitta verðurðu fyrir öxinni, sem heggur stigin þín í tvennt!
Shanghai
Shanghai snýst um að ná sem hæsta skorinu eftir 7 umferðir. Til að vinna þarftu að ná að hitta á töluna sem sagt er til um í hverri umferð - í umferð eitt er talan 1, í umferð tvö er talan 2, þið fattið þetta… En til að vinna samstundis í Shanghai þarftu að skjóta á einfalda, tvöfalda OG þrefalda töluna í sömu umferð. Ekki málið!
SHUFL
Classic
Okkar nútímaútgáfa af klassískum shuffle leik. Allir pökkarnir á borðinu teljast með í heildarstigum liðsins - og að sjálfssögðu vinnur það lið sem er með flest stig umferðina.
Conquer
Snýst um að yfirbuga svæðin! Stig liðsins teljast bara með ef þið voruð fyrsta liðið til að ná á stigasvæðið, eða ef þið eigið fleiri pökka á tiltekna svæðinu þegar umferðin klárast.
Curling
Þægilegri útgáfa af Krullu - þú ert allavega ekki að frjósa á meðan þú spilar. Reyndu að koma pökkunum þínum eins nálægt miðjunni og þú getur til að fá sem flest stig.
KaraOCHE
KaraOCHE
Við þekkjum öll karókí - safnið okkar inniheldur þúsundir laga plús klassíska íslenska smelli! Að taka lagið er auðvelt, að stoppa er erfiðara..
Þetta snýst bara um að hafa gaman!
Fylgdu okkur
Og vertu með í partýinu!