Hópar

LEYFÐU OKKUR AÐ SJÁ UM VIÐBURÐINN ÞINN

Við tökum vel á móti öllum hópum, stórum og smáum. Hvort sem það er fyrirtækjahittingur, afmælisfögnuður, námskeið, saumaklúbburinn, steggjun, hópefli eða bara gott fössarapartý! Viðburðarteymið okkar sér til þess að þú fáir frábært andrúmsloft sem gerir daginn þinn extra minnisstæðan.

Fullkominn ísbrjótur

Einkaherbergið

Einkaherbergið á Oche er tilvalið fyrir hópa sem vilja meira næði og lúxus! Innifalið í verðinu eru tveir pílubásar og eitt shuffle borð og innifalið í verðinu eru ótakmarkaðir pílu og shuffle leikir í herberginu, á meðan á bókun stendur. Ekki er aðgengi að karókí í einkaherberginu. Eins eru þar skjáir til að vera með kynningar, Kahoot eða horfa á íþróttir í beinni. Fullkomið fyrir staffapartý, gæsanir, steggjanir, afmælisfögnuð eða bara geggjað kvöld með góðum vinum! Einkaherbergið er tilvalið fyrir allt að 26 manns, og kostar 74.900kr. fyrir 85 mínútna bókun, óháð hópastærð. Einhverjar spurningar? Heyrðu í okkur á [email protected] og við svörum þér um hæl!

Starfsmannafögnuðir

Ertu að leita að einhverju nýju og spennandi til að gera með staffinu? Fagna áfanga eða fá teymið til að tengjast betur? Skoraðu á samstarfsfélagana í pílukeppni eða til þess að taka lagið í KarOche á meðan þið njótið lúxus matar og drykkjar. Hér er eitthvað fyrir alla og pláss fyrir allt að 300 gesti!

Partý

Er steggjun, gæsun eða afmæli á næstunni? Eða langar þig einfaldlega að plana geggjað kvöld með góðum vinum? Við erum klár með allar lausnir - hvort sem það er einkaherbergi eða ykkar eigið svæði með pílu eða shuffle borðum. Hafðu samband og við finnum besta pakkann fyrir þig!

Fundaraðstaða

Hjá okkur leynast frábær herbergi, fullkomin til kynninga og fundarhalda, með öllum græjum, mat & drykk sem til þarf. Aðstaðan okkar er einstök að því leyti að þú getur boðið gestunum þínum í pílu- og shuffle leiki eða jafnvel karaoke að fundi loknum - það gerist ekki betra!

Fylgdu okkur

Og vertu með í partýinu!